Innlent

Fjölbreytt verkefni: Skemmdarverk, óspektir og ölvunarsvefn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Í miðborginni var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar, kona handtekinn vegna óspekta og lögregla kölluð til eftir að ökumaður ók bifreið sinni á ljósastaur.

Konan sem var handtekinn var með hníf á sér og fíkniefni og var vistuð í fangageymslu sökum hátternis og vímuástands.

Í umdæminu Hafnarfjörður/Garðabær var lögregla kölluð til vegna umferðarslyss á Reykjanesbraut, þar sem einni bifreið var ekið aftan á aðra. Meiðsli voru minniháttar en tveir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Draga þurfti aðra bifreiðina á brott.

Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt um skemmdarverk í fjölbýlishúsi. Þar hafði verið gerð tilraun til að spenna upp hurð og þá var búið að brjóta ljós. Þá var ökumaður stöðvaður á 105 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Lögreglan í Grafarvogi/Mosfellsbæ/Árbæ var kölluð til þegar maður sofnaði ölvunarsvefni í strætisvagni. Var honum vísað úr vagninum. Þá var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einnig barst tilkynning vegna tilraun til þjófnaðar á gaskút en leit að þjófinum bar ekki árangur. Þá var tilkynnt um bjölluónæði í fjölbýlishúsi en enginn sjáanlegur þegar lögreglu bar að garði. 

Lögreglu barst einnig tilkynning um reiðhjólaslys í Heiðmörk en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um atvikið að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.