Fótbolti

Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjálfan sem dró dilk á eftir sér.
Sjálfan sem dró dilk á eftir sér. getty/Eric Verhoeven

Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr.

Memphis skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Hollendinga. Á meðan leiknum stóð hljóp ungur drengur inn á völlinn í Eindhoven og fékk sjálfu af sér með framherjanum knáa.

Sjálfan kostaði þó sitt. Drengurinn fékk sekt upp úr hundrað evrur, sem nemur rúmlega fimmtán þúsund íslenskum króna. Og það sem verra er má hann ekki mæta á leiki næstu fimm árin.

Memphis og félagar í hollenska liðinu mæta Tyrklandi í mikilvægum leik í G-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Tyrkir eru á toppi riðilsins með ellefu stig, einu stigi á undan Hollendingum.

Louis van Gaal tók við hollenska liðinu í þriðja sinn eftir EM í sumar. Hann hefur stýrt Hollendingum í tveimur leikjum; 1-1 jafntefli gegn Norðmönnum á miðvikudaginn og 4-0 sigri á Svartfellingum um helgina.

Memphis hefur leikið sjötíu landsleiki og skorað þrjátíu mörk. Hann gekk í raðir Barcelona frá Lyon í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.