Fótbolti

Forseti UEFA hafnar hugmyndinni um að halda HM á tveggja ára fresti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur engan áhuga á að sjá HM haldið á tveggja ára fresti.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur engan áhuga á að sjá HM haldið á tveggja ára fresti. vísir/getty

Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, hefur hafnað þeirri hugmynd að heimsmeistaramótið í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti. Hann segir að það myndi gengisfella mótið.

Alþjóðaknattspyrnusambbandið FIFA rannsakar nú hvort að vænlegt sé að halda HM á tveggja ára fresti að beiðni knattspyrnusambands Sádi-Arabíu. Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fer fyrir rannsókninni.

„Heimsmeistaramótið er svo merkilegt af því að það er svo sjaldgæft,“ sagði Ceferin. „Að halda það á tveggja ára fresti myndi gengisfella mótið og, því miður, þynna það.“

HM í knattspyrnu hefur verið haldið á fjögurra ára fresti frá því að það var haldið fyrst árið 1930, fyrir utan árin 1942 og 1946 þegar að mótið var blásið af vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.

Arsene Wenger sagði í maí að hann myndi vilja sjá bæði heimsmeistaramótið og Evrópumeistaramótið haldið á tveggja ára fresti, og að FIFA myndi henda öllu öðru út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×