Innlent

Níu ná manni inn en aðeins fjórir fá yfir 10 prósent

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það verða töluverðar breytingar á skipan þingsæta eftir kosningar en níu flokkar ná manni inn, ef marka má kannanir.
Það verða töluverðar breytingar á skipan þingsæta eftir kosningar en níu flokkar ná manni inn, ef marka má kannanir. Vísir/Vilhelm

Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Aðeins fjórir fá meira en 10 prósent fylgi.

Þeir flokkar sem tapa mest frá síðustu kosningum eru Vinstri græn, sem mælast með 6,1 prósent minna fylgi, og Miðflokkurinn, sem fengi 4,3 prósent minna fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 24,9 prósent fylgi, þá Framsóknarflokkur með 13,3 prósent, Samfylking með 12,1 prósent og Vinstri græn með 10,8 prósent.

Stuðningur við Pírata mælist 9,8 prósent en Sósíalistar narta í hælana á Viðreisn; síðarnefndi flokkurinn mælist með 8,4 prósent fylgi en Sósíalistar 8,1 prósent.

Samkvæmt könnuninni fengi Miðflokkurinn 6,6 prósent og tapaði þremur þingsætum en Flokkur fólksins fengi 4,5 prósent og tapaði tveimur þingsætum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni, Framsókn og Samfylking héldu sínum átta og sjö en Vinstri græn töpuðu fjórum.

Fjallað er um könnunina í Morgunblaðinu í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.