Innlent

Bíl­velta á Reykja­nes­braut

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Vísir/Ragnar

Engan sakaði þegar bíll valt á Reykjanesbraut við Elliðaárdal í dag.

Myndir frá vettvangi sýna bílinn á hlið á miðjum veginum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sjúkrabíll sendur á vettvang, ásamt slökkvibíl ef til olíuleka hefði komið.

Þegar á vettvang var komið reyndist ökumaðurinn minna slasaður en talið var og var hann að endingu ekki fluttur á slysadeild.

Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um hvernig til bílveltunnar kom.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.