Matar og menningarhátíð á Stokkseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2021 13:05 Þorpið á Stokkseyri mun væntanlega iða af lífi um helgina vegna matar- og menningarhátíðarinnar, sem þar verður haldin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur. Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum. Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni. „Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur. Pétur Már Guðmundsson, forsvarsmaður matar og menningarveislunnar á Stokkseyri um helgina.Aðsend Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli. „Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við. Hátíðin stendur yfir 4. og 5. september.Aðsend Árborg Menning Landbúnaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum. Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni. „Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur. Pétur Már Guðmundsson, forsvarsmaður matar og menningarveislunnar á Stokkseyri um helgina.Aðsend Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli. „Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við. Hátíðin stendur yfir 4. og 5. september.Aðsend
Árborg Menning Landbúnaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira