Innlent

Matar og menningarhátíð á Stokkseyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þorpið á Stokkseyri mun væntanlega iða af lífi um helgina vegna matar- og menningarhátíðarinnar, sem þar verður haldin.
Þorpið á Stokkseyri mun væntanlega iða af lífi um helgina vegna matar- og menningarhátíðarinnar, sem þar verður haldin. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.

Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum.

Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni.

„Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur.

Pétur Már Guðmundsson, forsvarsmaður matar og menningarveislunnar á Stokkseyri um helgina.Aðsend

Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli.

„Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við.

Hátíðin stendur yfir 4. og 5. september.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.