Fordómafullir stuðningsmenn komust á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 21:01 Sterling þurfti að sitja undir allskyns ófögnuði úr stúkunni. Laszlo Szirtesi - The FA/The FA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði ungverskra stuðningsmanna í garð leikmanna enska karlalandsliðsins í fótbolta í leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM 2022 á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöld. Stuðningsmenn gátu mætt á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Ungverja. Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið. HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið.
HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira