Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 12:48 Ráðherra segir ljóst að koma þurfi á miðlægu skráningarkerfi sem heldur utan um skólasókn. Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira