Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 12:48 Ráðherra segir ljóst að koma þurfi á miðlægu skráningarkerfi sem heldur utan um skólasókn. Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira