Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 12:01 Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á konu í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08