Erlent

Grunaður um morðið á hinni sau­tján ára Birgitte Tengs árið 1995

Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Birgitte Tengs var myrt árið 1995 og Tina Jørgensen árið 2000. Sami maður er nú grunaður um að hafa banað þeim báðum.
Birgitte Tengs var myrt árið 1995 og Tina Jørgensen árið 2000. Sami maður er nú grunaður um að hafa banað þeim báðum. Norska lögreglan

Karlmaður á sextugsaldri liggur nú undir skjalfestum grun fyrir morðið á hinni sautján ára Birgitte Tengs í Karmøy í Noregi árið 1995. Maðurinn er einnig grunaður um morð á annarri konu, hinni tvítugu Tinu Jørgensen, í Stafangri fimm árum síðar.

Norskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun, en maðurinn neitar sjálfur sök, að því er segir í frétt norska dagblaðsins VG.

Maðurinn var handtekinn meðal annars eftir að niðurstöður bárust úr rannsókn sem gerð var í Austurríki á lífsýni sem tekið var árið 2019.

Norskir fjölmiðlar segja manninn hafa verið handtekinn á miðvikudag og að möguleg aðild hans að morði Tengs hafi áður verið til rannsóknar.

Frændi Tengs var dæmdur fyrir morðið á henni árið 1997 en var sýknaður ári síðar.

Hinn sautján ára Tengs fannst látin á Karmøy við Haugasund 6. maí 1995. Var ljóst að henni hafði verið nauðgað áður en hún var drepin. Hinn grunaði í málinu nú var á þrítugsaldri á þeim tíma og morðið var framið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.