Innlent

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

Maðurinn var vistaður í fangageymslum vegna ástands og rannsóknar málsins.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Garðabæ. Farið hafði verið inn í þrjár geymslur og verðmæti stolið úr einni þeirra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.