„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 12:25 Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar komst Ísland í fyrsta sinn á HM í fótbolta. Getty/David Ramos „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira