Innlent

54 greindust smitaðir í gær

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.

54 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands á síðasta sólarhring. Af þeim voru 29 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 25 voru utan sóttkvíar.

Samkvæmt nýuppfærðum tölum á covid.is voru 20 þeirra sem greindust í gær fullbólusettir, einn var hálfbólusettur en hinir 33 óbólusettir.

Alls voru tekin 3.101 innanlandssýni í gær. Þar af voru 2.104 einkennasýni, 758 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 239 sýni sem Íslensk erfðagreining tók.

2.333 eru nú í sóttkví á landinu og 816 í einangrun.

Enginn á gjörgæslu

Samkvæmt tölum á covid.is eru nú 10 á Landspítalanum með Covid-19. Enginn er þá á gjörgæslu lengur eins og greint var frá í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×