Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 11:30 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Einar Árnason Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira