Innlent

Hótelgestur réðst á starfsmann sem reyndi að koma honum til aðstoðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í nótt vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Um klukkan 23 var maður handtekinn í póstnúmerinu 108 fyrir að reyna að komast inn í bifreiðar. Þegar það gekk ekki sparkaði hann í bílana.

Upp úr miðnætti var annar maður, mjög ölvaður, færður í fangageymslu en sá neitaði að segja til nafns og var ekki með skilríki á sér.

Um klukkan 2 í nótt var tilkynnt um líkamsárás á hóteli í miðborginni en atvik voru þau að starfsmaður hótelsins var að aðstoða ölvaðan gest þegar viðkomandi réðst á starfsmanninn.

Ekkert fleira er bókað um málið hjá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.