Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 13:45 Ragnhildur Helgadóttir, doktor í lögfræði, er nýr rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“ Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“
Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56