Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 13:45 Ragnhildur Helgadóttir, doktor í lögfræði, er nýr rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“ Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Ragnhildur hefur lengi starfað við háskólann, frá árinu 2002, og hefur frá árinu 2019 gengt stöðu forseta samfélagssviðs. Undir sviðið heyra viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttadeild. Ragnhildur hefur þá verið prófessor við lagadeild frá árinu 2006 og tók hún við starfi deildarforseta lagadeildar árið 2014 en hún sinnti starfinu í fimm ár. Þá er hún formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnhildur sat í samninganefnd Íslands við ESB og hefur verið ad hoc formaður í nefnd um dómarastörf. Hún hefur kennt við háskólana í Montreal og Ottawa í Kanada, við Pantheon-Assas háskólann í París og Toulouse Capitole í Toulouse og víðar. Ragnhildur er heiðursdoktor frá háskólanum í Bergen. „Háskólinn er sterkur og hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendum. Undanfarin misseri höfum við þurft að einbeita okkur að því að bjóða nemendum sem allra best nám við erfiðar aðstæður og að halda rannsóknavirkni gangandi,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. „Fyrsta hlutverk mitt verður að tryggja að starfsemi háskólans verði sem eðlilegust að nýju, að við náum að fókusera meira á alþjóðatengsl í námi og rannsóknum, tengsl við samfélagið utan háskólans og nýsköpun, eins og við erum vön. Ég tek við afskaplega góðu búi og það verður mjög spennandi og gaman að vinna áfram á þeim grunni og tryggja að HR haldi áfram að þróast í takti við örar breytingar á þörfum samfélagsins.“
Reykjavík Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. 18. ágúst 2021 07:56