Innlent

Fanga­vörður á Litla-Hrauni greindist smitaður

Atli Ísleifsson skrifar
Litla-Hraun á Eyrarbakka. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið í fangelsum landsins.
Litla-Hraun á Eyrarbakka. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið í fangelsum landsins. Vísir/Vilhelm

Fangavörður á Litla-Hrauni greindist smitaður af kórónuveirunni í fyrrakvöld. Hann er nú í einangrun og hafa tveir fangaverðir til viðbótar verið sendir í sóttkví.

RÚV greindi fyrst frá málinu, en um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið í fangelsum landsins.

Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að fangavörðurinn hafi ekki verið í snertingu eða tengingu við fanga og telst því ekki ástæða til að skikka fanga í sóttkví. „Auðvitað fylgjum við þó áfram vel með,“ segir Páll.

Aðrir fangaverðir hafa verið sendir í sýnatöku og hefur verið gripið til viðamikilla sóttvarnaaðgerða, en þó með meðalhóf í huga segir Páll.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.