Innlent

Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 

 Forsætisráðherra segir það liggja fyrir að það muni taka tíma að fá nægjanlegt magn hraðprófa til landsins til að standa undir þessu fyrirkomulagi. 

Forsætisráðherra segir ekki liggja fyrir hver kostnaðurinn verður fyrir ríkissjóð eða hversu lengi niðurgreiðsla á hraðprófunum eigi að standa. 

„Þetta er svona millileikur á leiðinni inn í eðlilegra samfélag. Þannig að ég sé ekki fyrir mér að nýting hraðprófa verði varanlegt ástand. Við sjáum það til að mynda núna að Danir sem hafa verið að nota þetta undanfarna mánuði, boða það núna að hætta því að gera hraðpróf að skyldu inn á sína viðburði nú í september. Þannig að ég horfi á þetta sem millileik,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.