Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2021 20:00 Diego var á vaktinni í A4 í Skeifunni þegar fréttastofa leit við í vikunni. Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira