Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför skorti þá gögn Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2021 18:38 Farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn. Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Sjá meira
Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Sjá meira