Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:01 Arnar Þór Viðarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í dag fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. vísir/vilhelm „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52