Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 15:52 Arnar Þór Viðarsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli á fimmtudaginn þegar Íslendingar mæta Rúmenum. vísir/vilhelm Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira