Innlent

Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
84 prósent einstaklinga 12 ára og eldri hafa verið fullbólusett og 72 prósent landsmanna.
84 prósent einstaklinga 12 ára og eldri hafa verið fullbólusett og 72 prósent landsmanna. Getty

Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen.

Bóluefnið frá Astra Zeneca verður í boði á föstudögum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Börn á aldrinum 12 til 15 ára þurfa að mæta í fylgd forráðamanns.

Þeir sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig með því að senda tölvupóst á bolusetning@heilsugaeslan.is.

„Fram þarf að koma: Nafn, fæðingardagur og ár, kyn, upprunaland, netfang og helst íslenskt GSM símanúmer til að taka við SMS boði. Ef einstaklingur er hálfbólusettur þurfa upplýsingar um bóluefni og tímasetningu að fylgja. Einstaklingur án íslenskrar kennitölu má ekki mæta í bólusetningu fyrr en staðfesting á skráningu í bólusetningarkerfið hefur borist,“ segir á vef heilsugæslunnar.

Örvunarskammtar eru í boði fyrir þá sem fengu Janssen fyrir meira en 28 dögum og einstaklinga 60 ára og eldri, ef sex mánuðir eru liðnir frá seinni skammti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.