Innlent

Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti

Kjartan Kjartansson skrifar
Konan lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði. Myndin er af Landspítalanum í Fossvogi en ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvar konan lést á spítalanum.
Konan lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði. Myndin er af Landspítalanum í Fossvogi en ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvar konan lést á spítalanum. Vísir/Egill

Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Dómstóll úrskurðaði konuna í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á miðvikudag.

Lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.