Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ og rætt við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem kallar eftir afsögn stjórnarmanna sambandsins. Hún kveðst vita um allt að sjö núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu sem hafi verið sakaðir um ofbeldi.

Þá tökum við stöðuna í pólitíkinni, en þrír flokkar á þingi kynntu stefnumál sín fyrir komandi kosningar í dag. 

Einnig fjöllum við um stöðuna í Afganistan, þar sem loftbrúin er við það að lokast, og útlit fyrir að íslensk stjórnvöld geti ekki staðið við skuldbindingar sínar um að taka á móti allt að 120 manns frá landinu. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 og alltaf fréttir á Vísi. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.