KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 21:59 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur verið hvattur af aðgerðahópnum Öfgum að segja af sér. Visir/Daniel Þór Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. „Í kjölfar viðtals við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í kvöldfréttum RÚV í kvöld, vill KSÍ taka skýrt fram að það var ekki lögmaður á vegum KSÍ sem hafði samband við Þórhildi og bað um þagnarskyldu í umræddu máli.“ Svona hljóðar tölvupóstur frá KSÍ sem fjölmiðlum barst fyrir stuttu. Vísað er í viðtal við unga konu sem birtist í kvöldfréttum RÚV þar sem hún greinir frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns knattspyrnulandsliðsins haustið 2017. Þórhildur Gyða lýsir í viðtalinu að í kjölfar atviksins hafi faðir hennar sent stjórnendum KSÍ tölvupóst þar sem hann greindi frá ofbeldinu. Í kjölfarið hafi, að sögn Þórhildar, lögmenn haft samband við hana og boðið henni á fund hjá KSÍ. Heimildir fréttastofu herma að það hafi verið lögmaður umrædds leikmanns sem bauð Þórhildi á fund og bauð henni þagnarskyldusamning. Segir KSÍ hafa boðið sér á fundinn Þórhildur Gyða svaraði yfirlýsingu KSÍ á Twitter í kvöld þar sem hún segir að hún muni vel eftir að lögfræðingurinn hafi verið á vegum KSÍ. „Þar sem mér var orðrétt boðið á fund með „stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni“ þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamninginn. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því, stay tuned,“ skrifar Þórhildur í Twitter-færslunni. Hún segist enn muna eftir þeim kvíða sem boðið olli henni: að ganga inn á fund með „nánast eingöngu karlmönnum og standa ein á móti þeim.“ Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því, stay tuned pic.twitter.com/pJuIvUDeez— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 27, 2021 Hvetja Guðna til að segja af sér Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar sendu þá fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem hópurinn skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. „Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt. Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar?“ segir í yfirlýsingu Öfga. „Þegar orð eins og þagnarskyldusamningur koma upp þá spyr fólk sig eflaust, „hvers vegna þagnarskylda?“ Hver er ástæðan fyrir því að slíkir samningar tíðkist innan KSÍ? Nú hlýtur Guðni að vera að íhuga það alvarlega að segja af sér sem formaður KSÍ og við skorum á hann að gera það. Það sjá öll í gegnum öll vel meintu (og vel sömdu) orðin sem hann lét falla í fjölmiðlum því það voru bara innantóm orð.“ Vísað er þar til þess að Guðni sagði í Kastljósi í gærkvöldi að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu. Hann sagði síðan í kvöldfréttum RÚV í kvöld að þau orð hafi verið mistök. „Ja, ég gerði það eftir bestu vitund. Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeldisbrot og ekki af kynferðislegum toga. En miðað við það sem þú sendir á mig og ég las svo yfir þá sé að svar mitt var ekki nákvæmt og í raun og veru ekki rétt miðað við þessa atvikalýsingu. Og ég biðst velvirðingar á því að sjálfsögðu,“ segir Guðni í samtali við RÚV í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð með svari Þórhildar við yfirlýsingu KSÍ. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Í kjölfar viðtals við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í kvöldfréttum RÚV í kvöld, vill KSÍ taka skýrt fram að það var ekki lögmaður á vegum KSÍ sem hafði samband við Þórhildi og bað um þagnarskyldu í umræddu máli.“ Svona hljóðar tölvupóstur frá KSÍ sem fjölmiðlum barst fyrir stuttu. Vísað er í viðtal við unga konu sem birtist í kvöldfréttum RÚV þar sem hún greinir frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns knattspyrnulandsliðsins haustið 2017. Þórhildur Gyða lýsir í viðtalinu að í kjölfar atviksins hafi faðir hennar sent stjórnendum KSÍ tölvupóst þar sem hann greindi frá ofbeldinu. Í kjölfarið hafi, að sögn Þórhildar, lögmenn haft samband við hana og boðið henni á fund hjá KSÍ. Heimildir fréttastofu herma að það hafi verið lögmaður umrædds leikmanns sem bauð Þórhildi á fund og bauð henni þagnarskyldusamning. Segir KSÍ hafa boðið sér á fundinn Þórhildur Gyða svaraði yfirlýsingu KSÍ á Twitter í kvöld þar sem hún segir að hún muni vel eftir að lögfræðingurinn hafi verið á vegum KSÍ. „Þar sem mér var orðrétt boðið á fund með „stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni“ þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamninginn. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því, stay tuned,“ skrifar Þórhildur í Twitter-færslunni. Hún segist enn muna eftir þeim kvíða sem boðið olli henni: að ganga inn á fund með „nánast eingöngu karlmönnum og standa ein á móti þeim.“ Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því, stay tuned pic.twitter.com/pJuIvUDeez— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 27, 2021 Hvetja Guðna til að segja af sér Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar sendu þá fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem hópurinn skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. „Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt. Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar?“ segir í yfirlýsingu Öfga. „Þegar orð eins og þagnarskyldusamningur koma upp þá spyr fólk sig eflaust, „hvers vegna þagnarskylda?“ Hver er ástæðan fyrir því að slíkir samningar tíðkist innan KSÍ? Nú hlýtur Guðni að vera að íhuga það alvarlega að segja af sér sem formaður KSÍ og við skorum á hann að gera það. Það sjá öll í gegnum öll vel meintu (og vel sömdu) orðin sem hann lét falla í fjölmiðlum því það voru bara innantóm orð.“ Vísað er þar til þess að Guðni sagði í Kastljósi í gærkvöldi að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu. Hann sagði síðan í kvöldfréttum RÚV í kvöld að þau orð hafi verið mistök. „Ja, ég gerði það eftir bestu vitund. Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeldisbrot og ekki af kynferðislegum toga. En miðað við það sem þú sendir á mig og ég las svo yfir þá sé að svar mitt var ekki nákvæmt og í raun og veru ekki rétt miðað við þessa atvikalýsingu. Og ég biðst velvirðingar á því að sjálfsögðu,“ segir Guðni í samtali við RÚV í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð með svari Þórhildar við yfirlýsingu KSÍ.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31