Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:31 Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri heilsugæslunnar Höfða. Vísir Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira