Leggur til samræmda þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur. visir Ekkert samræmt verklag er á landsvísu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Lagt er til að þessu verði breytt í tillögum sem heilbrigðisráðherra tók við í dag. Afbrotafræðingur væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda. Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“ Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28