Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Þar segir að um kl. 22 í gærkvöldi hafi lögreglu borist tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu.
Var hann þá í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki var vitað hvort aðrir væru í húsinu.
Eftir um klukkustund kom maðurinn vopnaður út, skaut að lögreglu og var þá skotinn af lögreglu.
Maðurinn fékk þá aðhlynningu hjá lækni en var svo fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
Ekki er vitað um ástand hans.
Lögregla segist ekki munu tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna en það fari nú til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara.