Innlent

Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir

Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir að um kl. 22 í gærkvöldi hafi lögreglu borist tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu.

Var hann þá í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki var vitað hvort aðrir væru í húsinu.

Eftir um klukkustund kom maðurinn vopnaður út, skaut að lögreglu og var þá skotinn af lögreglu.

Maðurinn fékk þá aðhlynningu hjá lækni en var svo fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi.

Ekki er vitað um ástand hans.

Lögregla segist ekki munu tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna en það fari nú til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×