„Sannfærður um að þessi leið muni virka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:01 Miðflokkurinn kynnti kosningamál sín í dag. Vísir/Egill „Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira