„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 12:04 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur verið harðorð í garð forystu KSÍ og hún er óánægð með ummæli formannsins í gær. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31