„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2021 20:32 Guðni Bergsson forseti KSÍ. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag: KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag:
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46
Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59
Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27