Ísland án margra lykilmanna í komandi verkefni í undankeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 19:48 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kynnti leikmannahóp Íslands í dag. Mynd/skjáskot Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen kynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ísland varður án margra lykilmanna. Henry Birgir Gunnarsson var í Laugardalnum og ræddi við Arnar Þór eftir fundinn. Ísland spilar þrjá leiki á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar, en Arnar Þór segir að liðið hafi vonast til að hafa allavega Aron Einar með, en hann greindist með kórónaveiruna á dögunum. Ásamt Aroni vantar Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. „Það var svona það sem við vorum að vonast til, að hann gæti komið og við myndum í rauninni bara sjá til,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2. „Það var í rauninni bara í gær sem að það varð ljóst að það væri bara ekki hægt, hann var ennþá með jákvætt próf. Aron er bara veikur og er bara á undirbúningstímabili. Hann hefur ekkert verið að spila nánast bara síðan hann spilaði með okkur í júní.“ „Þetta var erfið ákvörðun, og þetta var líka rosalega erfið ákvörðun fyrir Aron að stíga út.“ Á blaðamannafundinum fyrr í dag þar sem að leikmannahópurinn var kynntur kom einnig fram að Lars Lagerbäck er ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Arnar Þór tók þá ákvörðun að halda áfram án Svíans. „Eins og staðan er núna þá er það bara þannig að ég má alltaf leita til Lars og ég er búinn að eiga mörg mjög góð samtöl við hann. Ég hef alltaf sagð það að það eru fáir í knattspyrnuheiminum sem ég ber meiri virðingu fyrir.“ „Þetta var bara ákvörðun sem ég þurfti að taka sjálfur sem þjálfari. Þó að það sé mjög góð tenging á persónulegum nótum þá eru aðrir hlutir sem að spila líka inn í í þjálfarateymi.“ „Þetta var ákvörðun sem að ég tók og þetta var ákvörðun sem að ég ræddi við Lars og hann var bara eins og hann er, algjör herramaður með það og tók því frábærlega.“ Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2022 í Katar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar, en Arnar Þór segir að liðið hafi vonast til að hafa allavega Aron Einar með, en hann greindist með kórónaveiruna á dögunum. Ásamt Aroni vantar Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. „Það var svona það sem við vorum að vonast til, að hann gæti komið og við myndum í rauninni bara sjá til,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2. „Það var í rauninni bara í gær sem að það varð ljóst að það væri bara ekki hægt, hann var ennþá með jákvætt próf. Aron er bara veikur og er bara á undirbúningstímabili. Hann hefur ekkert verið að spila nánast bara síðan hann spilaði með okkur í júní.“ „Þetta var erfið ákvörðun, og þetta var líka rosalega erfið ákvörðun fyrir Aron að stíga út.“ Á blaðamannafundinum fyrr í dag þar sem að leikmannahópurinn var kynntur kom einnig fram að Lars Lagerbäck er ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Arnar Þór tók þá ákvörðun að halda áfram án Svíans. „Eins og staðan er núna þá er það bara þannig að ég má alltaf leita til Lars og ég er búinn að eiga mörg mjög góð samtöl við hann. Ég hef alltaf sagð það að það eru fáir í knattspyrnuheiminum sem ég ber meiri virðingu fyrir.“ „Þetta var bara ákvörðun sem ég þurfti að taka sjálfur sem þjálfari. Þó að það sé mjög góð tenging á persónulegum nótum þá eru aðrir hlutir sem að spila líka inn í í þjálfarateymi.“ „Þetta var ákvörðun sem að ég tók og þetta var ákvörðun sem að ég ræddi við Lars og hann var bara eins og hann er, algjör herramaður með það og tók því frábærlega.“ Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira