Innlent

Hita­met í Gríms­ey

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það var heitt í Grímsey í dag.
Það var heitt í Grímsey í dag. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson

Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður.

 Hæsti hiti sem mælst hafði í Grímsey fram að því var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var mjög heitt á Egilsstöðum í dag þó að þar hafi ekki fallið hitamet en klukkan tvö var 28,4 stiga hiti.

Í samtali við fréttastofu segir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að um sé að ræða sjálfvirka mælingu sem eigi eftir að yfirfara. Hins vegar séu hverfandi líkur á því að við yfirferð verði niðurstaðan sú að metið frá árinu 2011 standi enn, þar sem sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar sé vel haldið við og sjaldan þurfi að fella út mælingar þeirra.

Í Facebook-hópnum Hungurdiskar, sem haldið er úti af veðurfræðingnum Trausta Jónssyni, greinir Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur frá því að um sé að ræða hæsta hita sem mælst hafi á sjálfvirku stöðinni í Grímsey, sem komið var upp 1994.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.