Fótbolti

Real Madrid með risatilboð í Mbappé

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mbappé hefur áður sagt að honum dreymi um að spila með Real Madrid.
Mbappé hefur áður sagt að honum dreymi um að spila með Real Madrid. John Berry/Getty Images

Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum hefur spænska stórveldið Real Madrid boðið 137 milljónir punda í franska framherjann Kylian Mbappé.

Þessi 22 ára framherji á enn eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, en hann hefur ekki enn samþykkt að skrifa undir nýjan samning við frönsku risana.

PSG hefur ekki enn svarað tilboðinu, en búist er við því að þessu fyrsta boði verði hafnað. Einhverjir ganga svo langt að segja að fari Mbappé til Real Madrid, opni það á þann möguleika fyrir PSG að krækja Cristiano Ronaldo frá Juventus.

Mbappé hefur sjálfur sagt forsvarsmönnum liðsins að draumur hans sé að spila fyrir Real Madrid og hann hefur verið orðaður við Madrídinga stærstan part sumars.

Þrátt fyrir að í morgun hafi borist fregnir af því að enskt lið hafi gert tilboð í franska framherjann, segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano að ekkert enskt lið sé í kapphlaupinu um þjónustu hans.


Tengdar fréttir

Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé

Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×