Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Blökastið kemur út alla þriðjudaga. Þáttur dagsins er sá fyrsti sem kemur út sem myndband og verður það endurtekið reglulega. Blökastið Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru. Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira