Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Blökastið kemur út alla þriðjudaga. Þáttur dagsins er sá fyrsti sem kemur út sem myndband og verður það endurtekið reglulega. Blökastið Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru. Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira