Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgunmat? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 15:30 Hvað sem skoðunum um hvort komi á undan, tannburstinn eða morgunmaturinn, þá er ljóst að tannlæknar mæla með því að fólk bursti tennur. Getty Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat. Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira