Innlent

Hæsti hiti á landinu síðan júlí 2008 mældist á Hall­orms­stað

Atli Ísleifsson skrifar
Við Atlavík á Hallormsstað.
Við Atlavík á Hallormsstað. Vísir/Vilhelm

Hæsti hiti á landinu síðan í júlí 2008 mældist á Hallormsstað klukkan 13:20 í dag þegar hiti fór í 29,3 stig.

Þetta staðfestir Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að kjöraðstæður hafi verið á ákveðnum stöðum fyrir austan í dag - hlýtt loft, sól, logn og engin hafgola.

„Það hefur verið frekar skýjað á landinu í dag en gat á Austurlandi. Það er hæð yfir Bretlandi og lægð suður af Grænlandi og þessi kerfi eru að beina til okkar hlýjustu tegundina af lofti, ættaðan langt sunnan úr höfum.“

Um er að ræða mesta hita á landinu síðan í hitabylgjunni í lok júlí 2008 þegar hitinn fór í 29,7 á Þingvöllum 30. júlí 2008.

Teitur segir að búist sé við að hitinn gæti mögulega orðið enn meiri á þessum slóðum á morgun. 

Hitametið á Íslandi er 30,5 gráður Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×