Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Vísir Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49