Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Viðbragða íslenskra stjórnvalda við stöðunni í Afganistan er að vænta á morgun, þegar ríkisstjórnin fjallar um tillögur flóttamannanefndar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. „Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“ Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
„Það er eitt af því sem flóttamannanefnd hefur verið að skoða, samvinnu og samstarf við löndin í kringum okkur. Bæði varðandi það hvernig verður brugðist við og eins varðandi næstu skref um möguleika á því að þessir einstaklingar geti komist til landsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Flóttamannanefnd skilaði félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra tillögum sínum í gær og hyggst ríkisstjórnin fjalla um þær á fundi sínum á morgun. „Ég held að það sé alveg ljóst að til dæmis, samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að ná í alla þá einstaklinga sem þegar eiga réttindi á því að koma og við sjáum það á fréttum frá flugvellinum í Kabúl að staðan er þess eðlis að það eru engin fyrirtæki þar starfandi sem hafa verið að aðstoða við móttöku flóttamanna lengur. Flugvöllurinn er ekki í rekstri í hefðbundnum skilningi þannig að þetta verður áskorun,“ segir hann. „Þess vegna verðum við að skoða þetta í samstarfi við nágrannalönd hvernig við gerum þetta og hvað við gerum, vegna þess að Ísland sendir ekki herflugvélar sínar.“ Aðspurður hvort aðeins verði tekið tillit til íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem eiga tengsl við Ísland segir hann að ríkisstjórnin verði fyrst að fá tækifæri til að fara yfir innihald tillagna flóttamannanefndar. „Ég held að það sé bara eðlilegt að þessar tillögur sem koma frá flóttamannanefnd sem eru fyrstu tillögur að þær fari fyrir ríkisstjórn og séu síðan afgreiddar þar. En ég ítreka að þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð og staðan þarna er miklu flóknari heldur en þegar við höfum verið í hefðbundinni umræðu um móttöku flóttafólks, og raunar skelfileg eins og við sjáum í myndum sem þaðan berast,“ segir Ásmundur. „Það gefur auga leið að þetta verður ekki auðvelt við að eiga.“
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira