Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 20:00 Hátt í tíu sjoppur hafa risið í kofum í Úlfarsárdal. stöð2 Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára. Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára.
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira