Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 13:00 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð. Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“ Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira