Innlent

Sprengisandur: Stjórnarskráin, Sorpa og Afganistan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann um grein Kristrúnar Heimisdóttur um stjórnarskrármálið sem nýverið birtist í tímariti lögfræðinga.

Þá mætir Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og stjórnarformaður Sorpu. Hún ætlar að rjúfa þögnina og fjalla um rekstur Sorpu sem hefur verið harðlega gagnrýndur, ekki síst moltu- og gasgerðarstöðin Gaja sem kostað hefur um 6 milljarða króna.

Ásdís Kristjánsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins ætlar að rökræða við Helgu Völu Helgadóttur, formann velferðarnefndar Alþingis, um sóttvarnir, hugmyndir sóttvarnarlæknis um framtíðina og þá hagsmuni sem ráða eiga næstu vikur og mánuði.

Brynja Dögg Friðriksdóttir kvikmyndagerðarkona starfaði hjá Atlantshafsbandalaginu í Afganistan á árunum 2018 til 2019. Tuttugu ára herseta Vesturveldanna þar eystra er orðin að hreinni sneypuför og hlutskipti almennings í þessu stríðshrjáða landi sem er ekkert minna en nöturlegt. Við heyrum frásögn af vettvangi frá Brynju.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.