Fótbolti

Óskar Hrafn: KA er besta liðið sem við höfum mætt á Kópavogsvelli

Andri Már Eggertsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var sáttur með stigin þrjú í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var sáttur með stigin þrjú í kvöld. Vísir/Hafliði

Breiðablik er nú einu stigi frá toppsætinu eftir 2-0 sigur á KA. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var sáttur með stigin þrjú í leiks lok.

„Ég er ánægður með hversu mikið mínir menn lögðu á sig, við sköpuðum fullt af færum, við verðum þó að bera meiri virðingu fyrir þeim færum sem við vorum að skapa okkur," sagði Óskar Hrafn eftir leik.

Óskar var sáttur með stigin þrjú og taldi KA besta liðið sem hefur komið á Kópavogsvöllinn í ár. 

Breiðablik fékk talsvert af færum í kvöld og fannst Óskari hans menn átt að gera betur á mörgum stöðum.

„Þetta er blanda af einbeitingu og virðingaleysi. Við héldum mögulega að færin myndu bara koma á færibandi. Við getum ekki leyft okkur að gera þetta í næstu leikjum."

Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld. Óskar Hrafn var afar kátur með hans leik í kvöld.

„Ég var mjög ánægður með Gísla, þetta var líklega hans besti leikur á tímabilinu. Gísli var góður á báðum endum vallarins, hann pressaði, lokaði þeim svæðum sem hann átti að loka og var þetta frábær frammistaða frá upphafi til enda," sagði Óskar Hrafn að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×