Innlent

Tveir menn veittust að leigubílstjóra

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögregla sinnti einnig 14 tilkynningum um samkvæmishávaða frá miðnætti.
Lögregla sinnti einnig 14 tilkynningum um samkvæmishávaða frá miðnætti. vísir/vilhelm

Tveir menn er sagðir hafa veist að leigubílstjóra í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hann neitaði þeim um far.

Þeir komu sér svo undan áður en lögregla kom á vettvang. Að sögn lögreglu hafði hún haft afskipti af öðrum mannanna stuttu áður, sökum ástands. Hann var handtekinn seinna um nóttina og gistir nú í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa veist að manni með golfkylfu. Fíkniefni fundust á manninum, að sögn lögreglu og var hann vistaður í fangaklefa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×