Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 17:09 Skólastarf er nú að hefjast víða um land í skugga faraldurs. vísir/vilhelm Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira