Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 11:40 Stúkurnar á Laugardalsvelli hafa ekki verið fylltar síðan árið 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Oliver Hardt Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira