Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 18:32 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira